Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Salaumleitanir

Gugga og Vilborg hittust í gær og hófu að fínkemba höfuðborgarsvæðið í leit að hentugum sal fyrir ættarmótið okkar í haust.  

Lögð er aðaláhersla á stór-Reykjavíkursvæðið en hvað segið þið um það ef það fengist hentugur salur utan þess en þó á suð-vesturhorninu?

Ekkert hefur verið neglt niður og því allt opið enn þá.

Nokkrir valkostir eru í stöðunni og munum við skoða þá nánar og vera í sambandi þegar það skýrist betur.

 

 Vilborg skráði.....

 


Vísur Vatnsenda-Rósu

Þar sem við eru af Vatnsenda-Rósu komin er upplagt að setja vísur hennar inn.  Vel fluttar af Ragnheiði Gröndal.

Ef ég rek mig aftur til Rósu er það svona.

Vilborg 

Hulda

Sólveig Stefanía

Rósa Sólveig (sem dó af barnsförum þegar hún átti ömmu)

Sigríður Ólafsdóttir

Vatnsenda-Rósa

Ég veit að þetta er venjulega rakið á hinn veginn (frá eldri og niður úr) en mér finnst það auðskiljanlegra svona. Leiðréttið mig ef mig misminnir eitthvað í þessu.  Alla vega er ég og við barnabörn Sólveigar Stefaníu (og Jóns) á Seljanesi, í sjötta lið frá Rósu.

Vilborg setti inn 

 

 


Gleðilegt sumar

Judy-and-Marge-Print-C10088141

Kæru ættingjar og vinir.  Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!

 

 

 

 

 

 Vilborg skráði 


Seljanes

Fróðlegt væri að fá upplýsingar um hvaðan nafnið Seljanes kemur?  Smile

Er það af seljum sem hafa verið þar eða er það kannski dregið af selum?  Alien

Þá ætti það reyndar að vera Selanes.  W00t

Ég veit að ég spyr eins og fávís kona en nota bene ég ER fávís kona. Blush 

 

Vilborg skráði.... 


Mikill atgangur

Fall er fararheill - ekki satt?  

Ég er Vilborg Traustadóttir.  Dóttir Huldu Jónsdóttur frá Seljanesi og Trausta B. Magnússonar frá Felli. 

Nú verð ég að viðurkenna dálítið sem ég gerði af mér í dag.  Þannig var að við hentum upp þessari siðu og svo ákvað ég að bíða átekta smá stund og sjá hverjir skrifuðu inn.  Mér fór að leiðast þófið og hóf skriftir sjálf.  Þegar ég svo vistaði færsluna mína var hún sú eina.  Ég fór svo í að laga smá orðalag og bæta við hana.  Þegar ég svo vistaði hana aftur var komin önnur undir sama heiti "Ættarmót".  Ég varð fúl út í sjálfa mig að vera að margvista þetta og eyddi þeirri styttri út.

Svo hringdi ég í Guggu frænku til að monta mig og þá hún spurði mig hvort ég hefði séð færsluna sína. Nei nei sagði ég það var engin önnur færsla komin þegar ég setti mína inn!

Svo fór ég að elda matinn og þá fann ég skyndilega kaldan hroll færast niður bakið á mér. Ég hafði auðvitað eytt færslunni hennar Guggu út og haldið að það væri mín fyrri.  Guggu sem átti hugmyndina að ættarmótinu og hafði frumkvæðið að því að hóa okkur saman!

Ég hringdi strax í Guggu og játaði mistök mín. Hún hló bara að mér eins og hennar er von og vísa. Nú hefur hún sett aftur inn færslu sem er gott mál. 

Þetta kennir mér að eyða akki neinu út nema ég sé viss um að það megi fara og sé eftir mig.   

Vona að þetta merki að fall sé fararheill og að þessi síða verði mikið heimsótt og við getum skipst á

Braer-Tank-Disaster-a-Seal-Struggles-in-the-Oily-Film-Oil-in-Water-Ship-Accident-January-1993-Photographic-Print-C12323801upplýsingum og fróðleik í bland við skemmtun.   

 

 

Vilborg skráði....Kissing


Ættarmót í haust.

Kæru ættingjar, eins og framm er komið þá var smá hittingur í gær og var það mjög skemtilegt.

Mig langaði bara aðeins að kinna mig. Ég heiti Guðbjörg Guðmunda Benjamínsdóttir og er afsprengi

Benjamíns Jóhannesar Jónssonar og Ágústu Guðrúnar Samúelsdóttur.

Eins og þið vitið flest þá er móðir mín fósturdóttir Kristinns elsta bróðir föður míns svo það má segja að ég og mamma séum bræðrabörnInLove svona eru ættartengslin flókin.

Ég hlakka mjög til að hitta ættina endilega leggið orð í belg og sendið hugmyndir.

                                                                                                      skráð af Guggu Ben

 


Ættarmót!!!

Nokkur afsprengi Jóns Guðmundssonar og Sólveigar Stefaníu Benjamínsdóttur frá Seljanesi á Ströndum komu saman í Perlunni, sunnudaginn 20.apríl 2008.  

Þau sem hittust voru Guðbjörg G. Benjamínsdóttir, Vilborg Traustadóttir (Huldu), Nína Sólveig Jónsdóttir (Hrefnu), Hörður Jónsson (Unnar, Stóru Ávík) og hans kona Guðný Geirsdóttir, Fríða Guðjónsdóttir (Mundu, Kjörvogi) og Guðmundur Kristinsson (Jennýjar).  Óskar Kristinsson frá Dröngum var norður á Dröngum og því fjarverandi en mun vera með í nefndinni.   Við vorum öll afar þakklát Guðbjörgu G. Benjamínsdóttur fyrir að drífa þetta af stað.

Ákveðið var að hafa ættarmót hjá Seljanesættinni með haustinu.  

Ættarmótið verður haldið á suðvesturhorninu og ákveðið var að hafa veglegt kaffisamsæti um miðjan dag á laugardegi.  

Verið er að kanna nánari staðsetningu og tíma og upplýsingum verður lekið á netið um leið og þær liggja fyrir. 

Fundurinn ályktaði að ættin væri nógu skemmtileg til að hafa ofan af fyrir sér sjálf. Því eru ættmenni beðin að setja sig í samkvæmisljónastellingarnar og athuga hvað unnt verður að gera sjálfum sér og öðrum til skemmtunar og jafnvel fróðleiks.  Einnig var ákveðið að hafa veislustjóra og var einróma ákveðið að leita til Sveins Kristinssonar frá Dröngum.  Vandi fylgir vegsemd hverri og við vitum að þar fer enginn aukvisi í verkefnið.  Vonandi tekur hann það að sér.

Verði einhverjir enn frekar skemmtanaþyrstir geta þeir hinir sömu tekið sig saman og sett stefnuna á kvöldskemmtan en nefndin mun ekki skipuleggja neitt í þeim efnum. 

Ýmsar hugmyndir voru ræddar og skemmtu fundarmenn sér konunglega við hinar ýmsu bollaleggingar.  

Við förum ekki nánar út í það að sinni en það er morgunljóst að engum ætti að leiðast á ættarmótinu. 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.  

Children-Love-the-World-Print-C10008582
 
Vilborg skráði.... Kissing

« Fyrri síða

Um bloggið

Seljanesætt

Höfundur

Seljanesætt
Seljanesætt
Ættarmót hefur verður haldið hjá Seljanesættinni þann 20. september 2008. Ættbálkurinn getur fylgst með framvindu mála hér á síðunni. Einnig er um að gera að leggja orð í belg.

Myndaalbúm

Tónlistarspilari

Sixties - Viltu dansa

Nýjustu myndir

  • d syning nor urport 100msdcf dsc01263
  • t-chiu-boat-on-beach
  • Norðurfjörðue here I come!
  • Jón Hrafn með afsprengin!
  • IMG 1930
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband