Fundur hjá undirbúningsnefndinni

23. ágúst 2008 var haldinn fundur hjá undirbúningsnefnd fyrir ættarmót Seljanesættarinnar þann 20 september klukkan 14.00.  

Fundurinn var haldinná kaffihúsinu Skrúðgarðinum á Akranesi klukkan 17.30.

 

Fundur er settur í sameinuðum ættbálki! Mættir eru Guðmundur Jennýjar,  Hörður í Ávík,  Óskar á Dröngum,  Gugga Benjamíns,  Vilborg dóttir Trausta og Huldu og Fríða á Kjörvogi.  Nína Sólveig hennar Hrefnu var á fjöllum.

Ákveðið var að Sveinn Kristinsson verði veislustjóri.  Í framhaldi af því ákveðið að þau sem hafa í handraðanum skemmtiatriði eða annað sem erindi á við ættingjana semji við veislustjórann um að koma sér og sínu atriði á framfæri.

Ákveðið að fullorðnir greiði 2500 og börn 1000 krónur og er þá kaffið og meðlætið innifalið.  Þannig skapast smá borð fyrir báru þegar auka kostnaður leggsta á vegna ýmissa útgjalda sem óhjákvæmilega fylgja svona mannamótum. (Leggjum aðeins á fyrir fullorðna en sláum af fyrir börnin).

Hver nefndarmaður er "tengiliður" við sinn ættboga og mun gangast í það verkefni að kanna hversu margir hyggjast mæta því tilkynna þarf fjöldann fyrir 8. september til Guggu sem tilkynnir það áfram til Skíðaskálans fyrir 10. september. 

Guðmundur tók að sér að athuga með merkingar á ættina en "tengiliðir" völdu liti á barmmerki til að aðgreina mannskapinn og auðvelda þannig öll samskipti. 

Við hvetjum ættmennin til að koma með listmuni þá sem þeir hugsanlega (og örugglega margir) eiga í fórum sínum og sýna þá í sérstökum sal sem lagður verður undir slíkt. 

Fleira ekki gert og fundi slitið. 

Tengiliðirnir

 

 

Hér má sjá "tengiliðina" í nefndinni f.v. Guðbjörg, Óskar, Hörður, Guðmundur,Vilborg og Fríða.  Fremst er svo barnabarn Guðmundar hún Bríet.  Segja má að hún hafi verið "staðgengill" Nínu sem var á fjöllum!

 

 

 

Vilborg skráði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Seljanesætt

Höfundur

Seljanesætt
Seljanesætt
Ættarmót hefur verður haldið hjá Seljanesættinni þann 20. september 2008. Ættbálkurinn getur fylgst með framvindu mála hér á síðunni. Einnig er um að gera að leggja orð í belg.

Myndaalbúm

Tónlistarspilari

Sixties - Viltu dansa

Nýjustu myndir

  • d syning nor urport 100msdcf dsc01263
  • t-chiu-boat-on-beach
  • Norðurfjörðue here I come!
  • Jón Hrafn með afsprengin!
  • IMG 1930
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband