21.4.2008 | 19:58
Mikill atgangur
Fall er fararheill - ekki satt?
Ég er Vilborg Traustadóttir. Dóttir Huldu Jónsdóttur frá Seljanesi og Trausta B. Magnússonar frá Felli.
Nú verð ég að viðurkenna dálítið sem ég gerði af mér í dag. Þannig var að við hentum upp þessari siðu og svo ákvað ég að bíða átekta smá stund og sjá hverjir skrifuðu inn. Mér fór að leiðast þófið og hóf skriftir sjálf. Þegar ég svo vistaði færsluna mína var hún sú eina. Ég fór svo í að laga smá orðalag og bæta við hana. Þegar ég svo vistaði hana aftur var komin önnur undir sama heiti "Ættarmót". Ég varð fúl út í sjálfa mig að vera að margvista þetta og eyddi þeirri styttri út.
Svo hringdi ég í Guggu frænku til að monta mig og þá hún spurði mig hvort ég hefði séð færsluna sína. Nei nei sagði ég það var engin önnur færsla komin þegar ég setti mína inn!
Svo fór ég að elda matinn og þá fann ég skyndilega kaldan hroll færast niður bakið á mér. Ég hafði auðvitað eytt færslunni hennar Guggu út og haldið að það væri mín fyrri. Guggu sem átti hugmyndina að ættarmótinu og hafði frumkvæðið að því að hóa okkur saman!
Ég hringdi strax í Guggu og játaði mistök mín. Hún hló bara að mér eins og hennar er von og vísa. Nú hefur hún sett aftur inn færslu sem er gott mál.
Þetta kennir mér að eyða akki neinu út nema ég sé viss um að það megi fara og sé eftir mig.
Vona að þetta merki að fall sé fararheill og að þessi síða verði mikið heimsótt og við getum skipst á

Vilborg skráði....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:10 | Facebook
Um bloggið
Seljanesætt
Myndaalbúm
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allir gera mistök en er sammála " fall er fararheill"
Þið eruð einfaldlega best ættingjar mínir !
Hulda Margrét Traustadóttir, 22.4.2008 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.