21.4.2008 | 14:28
Ættarmót!!!
Nokkur afsprengi Jóns Guðmundssonar og Sólveigar Stefaníu Benjamínsdóttur frá Seljanesi á Ströndum komu saman í Perlunni, sunnudaginn 20.apríl 2008.
Þau sem hittust voru Guðbjörg G. Benjamínsdóttir, Vilborg Traustadóttir (Huldu), Nína Sólveig Jónsdóttir (Hrefnu), Hörður Jónsson (Unnar, Stóru Ávík) og hans kona Guðný Geirsdóttir, Fríða Guðjónsdóttir (Mundu, Kjörvogi) og Guðmundur Kristinsson (Jennýjar). Óskar Kristinsson frá Dröngum var norður á Dröngum og því fjarverandi en mun vera með í nefndinni. Við vorum öll afar þakklát Guðbjörgu G. Benjamínsdóttur fyrir að drífa þetta af stað.
Ákveðið var að hafa ættarmót hjá Seljanesættinni með haustinu.
Ættarmótið verður haldið á suðvesturhorninu og ákveðið var að hafa veglegt kaffisamsæti um miðjan dag á laugardegi.
Verið er að kanna nánari staðsetningu og tíma og upplýsingum verður lekið á netið um leið og þær liggja fyrir.
Fundurinn ályktaði að ættin væri nógu skemmtileg til að hafa ofan af fyrir sér sjálf. Því eru ættmenni beðin að setja sig í samkvæmisljónastellingarnar og athuga hvað unnt verður að gera sjálfum sér og öðrum til skemmtunar og jafnvel fróðleiks. Einnig var ákveðið að hafa veislustjóra og var einróma ákveðið að leita til Sveins Kristinssonar frá Dröngum. Vandi fylgir vegsemd hverri og við vitum að þar fer enginn aukvisi í verkefnið. Vonandi tekur hann það að sér.
Verði einhverjir enn frekar skemmtanaþyrstir geta þeir hinir sömu tekið sig saman og sett stefnuna á kvöldskemmtan en nefndin mun ekki skipuleggja neitt í þeim efnum.
Ýmsar hugmyndir voru ræddar og skemmtu fundarmenn sér konunglega við hinar ýmsu bollaleggingar.
Við förum ekki nánar út í það að sinni en það er morgunljóst að engum ætti að leiðast á ættarmótinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:03 | Facebook
Um bloggið
Seljanesætt
Myndaalbúm
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.