9.9.2008 | 20:06
Melding
Ég var að senda inn meldingarlistann á ættarmótið frá okkar legg.
Það verður hrikalega gaman að sjá ættingjana í Skíðaskálanum.
Hörður í Ávík með "ættarbrag" og fleira skemmtilegt!
Sveinn á Dröngum veislustjóri svo fátt eitt sé nefnt.
Gaman verður að vita hve margir mæta, ég er spennt!
Vilborg skrifaði
3.9.2008 | 00:04
Hjartans list
Kæru vinir
Hjartanlega velkomin á Málverkasýningu mína í Salthúsinu í Grindavík föstudaginn 5. september 2008 kl. 17.00
Hlakka tilað sjá ykkur
Vilborg
"Hjartans list"
Vilborg Traustadóttir
Ippa frá Sauðanesi
Vilborg er fædd á Djúpavík á Ströndum þann 11. janúar 1957. Hún er dóttir hjónanna Huldu Jónsdóttur og Trausta B.Magnússonar. Árið 1959 flutti fjölskyldan að Sauðanesi við Siglufjörð hvar faðir hennar gerðist vitavörður. Vilborg hefur numið myndlist í Kvöldskóla Kópavogs og auk þess sótt námskeið í Myndlistarskóla Arnar Inga á Akureyri. Magga systir hennar sem er útskrifuð frá Myndlistarskóla Arnar Inga hefur einnig verið óþreytandi að segja henni til enda lærði Vilborg skrift á barnsaldri eftir hennar formskrift.
Þið sem ætlið að koma og vitið ekki hvar Salthúsið er. Þið beygið út af fyrsta hringtorginu sem þið komið á í Grindavík "korter í" (ef við hugsum hringtorgið sem klukku) þá blasir Salthúsið við!
www.salthusid.is
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2008 | 21:33
Kostnaður lækkar
Þar sem kostnaður hefur hríðlækkað síðan við funduðum er ljóst að fólk borgar einungis 1790 kr fyrir kaffið í Skíðaskálanum og 1000 kr fyrir börn
5-12 ára. Frítt fyrir yngri.
Þó biðjum við fólk að taka með sér klink c.a. 50-100 krónur per mann til að dekka merkin sem næld verða í barm hvers og eins.
Ég hlakka til að hitta alla ættingja sem sjá sér fært að koma og vona að sem flestir mæti!
Vilborg skráði
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2008 | 21:09
Fundur hjá undirbúningsnefndinni
23. ágúst 2008 var haldinn fundur hjá undirbúningsnefnd fyrir ættarmót Seljanesættarinnar þann 20 september klukkan 14.00.
Fundurinn var haldinná kaffihúsinu Skrúðgarðinum á Akranesi klukkan 17.30.
Fundur er settur í sameinuðum ættbálki! Mættir eru Guðmundur Jennýjar, Hörður í Ávík, Óskar á Dröngum, Gugga Benjamíns, Vilborg dóttir Trausta og Huldu og Fríða á Kjörvogi. Nína Sólveig hennar Hrefnu var á fjöllum.
Ákveðið var að Sveinn Kristinsson verði veislustjóri. Í framhaldi af því ákveðið að þau sem hafa í handraðanum skemmtiatriði eða annað sem erindi á við ættingjana semji við veislustjórann um að koma sér og sínu atriði á framfæri.
Ákveðið að fullorðnir greiði 2500 og börn 1000 krónur og er þá kaffið og meðlætið innifalið. Þannig skapast smá borð fyrir báru þegar auka kostnaður leggsta á vegna ýmissa útgjalda sem óhjákvæmilega fylgja svona mannamótum. (Leggjum aðeins á fyrir fullorðna en sláum af fyrir börnin).
Hver nefndarmaður er "tengiliður" við sinn ættboga og mun gangast í það verkefni að kanna hversu margir hyggjast mæta því tilkynna þarf fjöldann fyrir 8. september til Guggu sem tilkynnir það áfram til Skíðaskálans fyrir 10. september.
Guðmundur tók að sér að athuga með merkingar á ættina en "tengiliðir" völdu liti á barmmerki til að aðgreina mannskapinn og auðvelda þannig öll samskipti.
Við hvetjum ættmennin til að koma með listmuni þá sem þeir hugsanlega (og örugglega margir) eiga í fórum sínum og sýna þá í sérstökum sal sem lagður verður undir slíkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Hér má sjá "tengiliðina" í nefndinni f.v. Guðbjörg, Óskar, Hörður, Guðmundur,Vilborg og Fríða. Fremst er svo barnabarn Guðmundar hún Bríet. Segja má að hún hafi verið "staðgengill" Nínu sem var á fjöllum!
Vilborg skráði.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 21:46
Djúpavík - saga um síld
Við systur erum fæddar á Djúpuvík á Ströndum. Þegar ég var tveggja ára gömul og foreldrar mínir búnir að þráast við í allmörg ár við að þrauka þar í von um að síldin kæmi á ný, fluttum við að Sauðanesvita við Siglufjörð. Sumarið 2007 fengum við góða gesti til okkar á Djúpuvík. Nú hefur Jonny sem filmaði okkur stíft og ræddi við mig um sögu staðarins skellt afrakstrinum inn á Youtube.
Ég hefði sjálfsagt vandað mig betur í enskunni hefði ég vitað að þetta rataði þangað inn en samt sem áður....Njótið!Ippa
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2008 | 12:42
Nú fer allt á fullt
Kæru ættmenni, nú fer allt á fulla ferð við að undirbúa herlegheitin í Skíðaskálanum þann 20. september n.k. þegar Seljanesættin ætlar að koma saman og hafa huggulegan dag yfir kræsingum í Hveradölum.
Skemmtiatriði verða varla af skornum skammti þegar þessi ætt kemur saman! Hver listaspíran af annarri til staðar í ættinni og engum leiðist að láta ljós sitt skína.
Við eigum eftir að hittast og leggja lokahönd á, en óhætt er að segja það að þau ykkar sem eruð að vinna listaverk, myndir eða annað ættu að koma með nokkur sýnishorn og við getum stillt þeim upp í sal sem er þarna.
Væri það ekki skemmtilegt?
Mikið hlakkar okkur til að hittast!
Við þrjár, allar af Seljanesætt, héldum "hippaball" að Ketilási í Fljótum þann 26. júlí s.l. sem tókst svo ljómandi vel að það er komið til að vera!
220 manns sóttu ballið og ágóðinn rennur til hússins að Ketilási.
Vilborg setti inn
Vinir og fjölskylda | Breytt 4.8.2008 kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2008 | 09:00
Nokkið nýtt?
Hef rekið hér inn nefið af og til.
Er nokkuð nýtt í stöðunni?
Ég vona að dagsetningin henti sem flestum og hlakka mikið til að hitta ættingjana.
Ég er að fara norður á Djúpuvík í næstu viku.
Hlakka til að hitta strandamenn.
Vilborg skráði
27.5.2008 | 16:56
Ættarmót
19.5.2008 | 08:47
'Ættin stækkar
Það fjölgaði í ættinni í gær 18 mai´þá fæddist lítil stúlka, dóttir Ingimars Sveinssonar og Huldu Björnsdóttur -- sem sagt ömmubarn mitt, númer fjögur. Í dag finnst mér ég vera ríkasta kona í víðri veröld. þetta er yndislegur dagur og veðrið eftir því. kv Gugga
12.5.2008 | 23:17
Hveradalir
Ég fór í dag og skoðaði mig um í Hveradölum, leist vel á. Meira seinna. Kv. Gugga.
Um bloggið
Seljanesætt
Myndaalbúm
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar