Það vorar á ný og sýningin "Litfagra land"

Vorið er komið þó svo að veturinn hafi reynt að herða tökin.  Ég hlakka til að komast norður á Djúpavík þegar sumarið gengur í garð.

Það er alltaf skemmtilegt að hitta sveitungana og spjalla um allt milli himins og jarðar.

Ég var norður á Akureyri um helgina en þar erum við systur, ég og Margrét með "systrasýningu" á myndum okkar bæði olíumálverk og eins er Margrét með vatnslitamyndir.

Sýningin er í "Kaffi Port" í Norðurporti á Akureyri og stendur út maí mánuð.

Hér eru myndir af sýningunni. 

 

d_syning_nor_urport_100msdcf_dsc01263

 Tvær eftir hverja, litirnir magnast þegar á næsta vegg sýningarinnar......Wink

 

 

 

 

 

 

Frá vinstri. "Skýjafar" MT:  "Það vorar á ný"  VT-Ippa: "Á hálendinu" MT og "Gjálífi" VT-Ippa. 


Minningarathöfn um Guðmund í Ávík



t-chiu-boat-on-beach

Minningarathöfn um Guðmund Jónsson í Stóru Ávík var haldin í Akraneskirkju í dag.
Athöfnin var falleg og fullt út úr dyrum.
 
Við kveðjum með söknuði en jarðsett verður frá Árneskirkju í Árneshreppi laugardaginn 9. maí.
 
Þegar einmanaleiki og sorg sækja að er gott að eiga skemmtilegar minningar til að draga fram í dagsljósið.
Guðmundur var lífsglaður maður og það var alltaf eitthvað svo skemmtilegt í kring um hann.
 
Höfum það hugfast að sorgin og gleðin eru systur og við skynjum svo vel á stundu sem þessari að án annarra þeirra væri hin ekki til.
 
Halldór Laxsness segir í Heimsljósi - Kona í kirkjugarði
 "Þegar þú lítur í augun á þeim sem þú elskar þá skilurðu að einginn dauði er til."
 
Vilborg setti inn.... 
 
 
 
 
 
 

 


Sumarið kemur.....

Kæru ættingjar.

Sumarið kemur senn og farfuglarnir hópast á sínar heimaslóðir.

Stórt skarð hefur verið höggvið í hópinn okkar með fráfalli Guðmundar í Stóru Ávík.

Það verður tómlegt fyrir okkur að koma í Árneshrepp vitandi það að hann er ekki lengur þar.

Guðmundar verður sárt saknað.

Guð blessi góðan dreng.

 

Vilborg setti inn..


Myndir af ættarmótinu

Jón Hrafn Jónsson (Hrefnuson) sendi okkur myndir af ættarmótinu og eru þær konar inn í albúm sem heitir ættarmót 2008.

Þúsund þakkir Nonni frændi! 

Jón Hrafn með afsprengin!

Gleðileg jól

Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfu á nýu ári.  k.v. GuggaInLove Halo

´bloggvinur

Það er orðið langt síðan ég hef sest niður við tölvuna til að skrifa. ég er orðinleið á öllu kreppu tali og reini að hugsa sem minnst um það . það gleður mig mjög að gsm samband hefur lagast á ströndum þá þarf maður ekki að væla í heimamönnum um að fá að hringja þegar maður er kominn í sveitina.   nú er ég búin að fá mér gúmibát (kerlinga bát eins og móðurbræður mínir segja) til að hafa með mér næsta sumar svo ég geti komist norður í dranga og kanske eitthvað lengra. jæja komið nóg af rugli .   Gutti vertu velkominn sem blogg vinur.   Gugga

Myndir???

Gaman væri ef einhver sem tók góðar myndir á ættarmótinu gæti sent okkur nokkrar til að birta hér á síðunni.  Heart

Netfangið er ippa@internet.is

 

 


Ættarmótið búið

Það var líf og fjör í Skíðaskálanum þegar Seljanesættin kom saman þar laugardaginn 20. september 2008.  Löng biðröð myndaðist við innganginn þar sem Skíðaskálinn vildi að við tækjum sjálf á móti greiðslum vegna veitinganna.  Það gekk þó allt saman en það tók þó um klukkustund að koma öllu fólkinu inn.

Þessa bið verðum við að skrifa á Skíðaskálann þar sem auðvitað áttu þau að skaffa vant starfsfólk í þetta verkefni.  Við biðjum ættingjana velvirðingar á þessu og þökkum þeim þolinmæðina.

Sveinn Kristinsson stóð undir væntingum sem veislustjóri og dagskráin var skemmtileg undir hans stjórn. Ungt listafólk af hans meiði í ættinni tróð upp með skemmtileg lög og fluttu auk þess Vísur Vatnsenda-Rósu.

Geir Harðarson (Ávík) flutti einnig flotta dagskrá.

Gunnsteinn Gíslason flutti skemmtilega og fróðlega ræðu um ömmu og afa á Seljanesi þau Jón og Sólveigu.

Ýmsir aðrir skelltu sér í pontu þar á meðal Trausti faðir minn, maður Huldu, hann flutti vísur eftir Manga Hannibalsson (föður sinn)  o.fl.

Ættbálkarnir voru einnig látnir sýna sig hver fyrir sig þ.e. hver leggur gekk hring í salnum. 

Þetta var feikilega gaman allt saman. 

Eitthvað af dagsskránni fór þó fram hjá mér þar sem við í nefndinni vorum kölluð í bakherbergi til að ganga frá greiðslum.  Þar kom í ljós að miðað við skráningu vantaði eitthvað upp á.  Gugga tók að sér það verkefni að finn út úr því.  

Hún greiddi reyndar úr eigin vasa það sem vantaði upp á svo ef einhver les þetta sem skráði sig en  mætti ekki eða mætti og gleymdi að borga endilega hafið samband við hana í  guggab@emax.is eða síma 8662072. Skíðaskálinn lét borga fyrir þá sem skráðu sig þó þeir mættu ekki og það er ekki réttlátt að það lendi allt á einni manneskju. Öllum  átti að vera fukllkunnugt um þetta þegar þátttaka var skráð.  

Ég auglýsi hér með eftir myndum frá samkomunni!  Endilega smellið þeim hér inn.

Einnig má senda þær á ippa@internet.is  

 

Takk fyrir síðast,   Vilborg W00t


Ættarmót

Nú er ættarmótið að skella á.  Á morgun laugardaginn 20. september klukkan 14.00 mun Seljanesættin hittast yfir rjúkandi kaffi og hlaðborði af bestu gerð  í Skíðaskálanum í Hveradölum.

Skráning er vonum framar og munu eitthvað á þriðja hundrað manns mæta.   Við í nefndinni munum merkja við hverjir mæta því það verður að borga fyrir alla sem eru skráðir og því þarf að rukka þá sem hafa skráð sig en mæta ekki.  Við munum einnig afhenda nafnspjöld í litum eftir ættlegg.  T.d. er Huldu ættleggur grænn, Jennýjar blár, Hrefnu hvítur o.s.frv.

Það verður gaman að hittast og sletta aðeins úr klaufunum.  

Vonandi mæta flestir með skemmtiatriðið eða gamanmál á vörum en veislustjórinn Sveinn Kristinsson mun halda utan um uppákomur ýmiss konar.

Því er ættmennum bent á að leita til hans með að koma dagskráratriðum sínum á dagskrá.  

Við erum svo heppin að hafa þær sætu systur Hrefnu og Huldu sem höfuð ættarinnar og munu þær væntanlega leika á alls oddi í Skíðaskálanum.  

Hver samverustund er dýrmæt. 

Látum okkur hlakka til!

 

Vilborg Cool.......

Næsta síða »

Um bloggið

Seljanesætt

Höfundur

Seljanesætt
Seljanesætt
Ættarmót hefur verður haldið hjá Seljanesættinni þann 20. september 2008. Ættbálkurinn getur fylgst með framvindu mála hér á síðunni. Einnig er um að gera að leggja orð í belg.

Myndaalbúm

Tónlistarspilari

Sixties - Viltu dansa

Nýjustu myndir

  • d syning nor urport 100msdcf dsc01263
  • t-chiu-boat-on-beach
  • Norðurfjörðue here I come!
  • Jón Hrafn með afsprengin!
  • IMG 1930
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband